Stjörnustríð á Jónsmessuhátíð

 

Stjörnustríð. Star Wars; orð eru nánast óþörf. Fyrsta myndin kom út 1977 og fljótlega varð til þetta poppmenningarskrýmsli sem öll heimsbyggðin þekkir. Enn ein kynslóð barna á sér þann draum að eignast geislasverð og lítur á Loðinbarða (Chewbacca…) og R2-D2 sem vini sína.
Nú gefst tækifæri til að sjá fyrstu þrjár Stjörnustríðsmyndirnar á maraþonsýningu í Ketilhúsinu á milli 02-08 aðfararnótt laugardags.

Heimildarmyndir á Nordic ruralities

Þessa dagana fer í Háskólanum á Akureyri fram fjórða alþjóðlega ráðstefnan um Norræn byggðamál. KvikYndi er samstarfsaðili ráðstefnunnar og á morgun (þriðjudaginn 24. maí) verða sýndar fjórar heimildarmyndir sem fjalla um líf og störf fólks í afskekktum byggðum á Norðurslóðum.

Akureyringum er boðið að koma og horfa á myndirnar án þess að hafa skráð sig eða greitt ráðstefnugjald. Í viðhengi er yfirlit yfir myndirnar og tímasetningar.

Við viljum ekki síst vekja athygli á myndinni Veðrabrigði eftir Ásdísi Thoroddsen en hún fjallar um breytingar á samfélaginu Flateyri við Önundarfjörð í kjölfar setningar kvótakerfisins.

Myndirnar eru á ýmsum tungumálum en allar textaðar með enskum texta.

 

Screening of Documentaries
May 24, 13:50 – 17:05 Auditorium

Organizer
Sóley Björk Stefánsdóttir, soleybs@gmail.com
Kvikindi – Akureyri Cinema Club, Iceland

13:50 – 14:25 (34 mín)

The Way to Arctic Glass Studio
Kristin Nicolaysen, krinico@gmail.com
Nicolaysen Film AS, Norway

14:30 – 14:55 (25 mín)

Our Own Car Repair Shop!
Kristin Nicolaysen, krinico@gmail.com
Nicolaysen Film AS, Norway

15:00- 15:40  (38 mín)

Lets Build a Waterfall!
Anniken Førde, anniken.forde@uit.no
Trond Waage, trond.waage@uit.no
University of Tromsø – The Arctic University of Norway

15:45 – 17:05 (80 mín)

We are Still Here
Ásdís Thoroddsen, asdis@gjola.is
Seylan ehf, Iceland

Lokadagar Frönsku kvikmyndahátíðarinnar

Þá er komið að lokahnykknum á Frönsku kvikmyndahátíðinni. Fjórar sýningar verða um helgina. Sjá má nánari lýsingar á myndunum hér neðar á síðunni. Almennt miðaverð er 1450 kr en nemar fá miðann á 800 kr. gegn framvísun skólaskírteinis.

Laugardagurinn 23. janúar

16:00 – Quai d‘Orsay / Ráðherrann (2013, 113 mín, enskur texti)

18:00 – Les Souvenirs / Minningar 

 

Sunnudagurinn 24. janúar

16:00 – Hyppocrate 

18:00- Quai d‘Orsay / Ráðherrann 

Mætið, horfið og njótið!

Frönsk kvikmyndahátíð á Akureyri 2016

Franska sendiráðið á Íslandi, Alliance Francaise í Reykjavík, Kvikmyndaklúbburinn KvikYndi o.fl. kynna Franska kvikmyndahátíð á Akureyri dagana 17.-24. janúar. Sýningar fara fram í Borgarbíói Akureyri  og verða myndirnar sýndar ýmist með íslenskum eða enskum texta. Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin er haldin á Norðurlandi.

ATH almennt miðaverð er 1450 kr en nemar fá miðann á 800 kr gegn framvísun skólaskírteinis

 

Mánudagurinn 18. janúar

18:00 –  Les Souvenirs / Minningar (2014, 92 mín, enskur texti)

Frábærlega skemmtileg og ljúf mynd, byggð á verðlaunaskáldsögu David Foenkinos. Við kynnumst hér hinum 23 ára gamla Romain sem starfar sem öryggisvörður en dreymir um að verða rithöfundur. Segja má að besti vinur hans sé amma hans, Madelaine, sem dvelur á elliheimili en er frjáls sem fuglinn í huga sér. Dag einn lætur hún sig hverfa sporlaust frá heimilinu og það kemur í hlut Romains að finna út hvað af henni varð.

 

 

Þriðjudagurinn 19. janúar

18:00 –  Les Souvenirs / Minningar (2014, 92 mín, enskur texti)

 

Miðvikudagurinn 20. janúar

17:50 –Hyppocrate  (2015, 102 mín, enskur texti)

Benjamín er handviss um að hann sé að verða merkilegur læknir. Þegar hann hefur starfsnám á deildinni hjá föður sínum þá fara hlutirnir á allt annan hátt en hann bjóst við. Verklegi hluti læknisfræðinnar reynist mun vandasamari heldur en sá bóklegi. Ábyrgðin er yfirþyrmandi, faðir hans er fjarverandi og Abdel, samnemandi hans, er erlendur læknir og mun reyndari en hann. Benjamín verður að takast á við eigin takmörk, ótta sinn og sjúklinganna og fjölskyldna þeirra.

 

Fimmtudagurinn 21. janúar

18:00 – Quai d‘Orsay / Ráðherrann (2013, 113 mín, enskur texti)

Bráðfyndin pólitísk háðsádeila eftir einn fremsta leikstjóra Frakka, Bertrand Tavernier. Hér kynnumst við ungum manni að nafni Arthur sem er ráðinn til að skrifa ræður fyrir franska utanríkisráðherrann Alexandre Taillard de Worms, en sá er ótrúlega umsvifamikill í heimsmálunum og lætur sér ekkert fyrir brjósti brenna þegar hagsmunir Frakka og ráðuneytis hans eru annars vegar.

Myndin er gerð eftir teiknimyndasögu Christophes Blains og Abels Lanzaks. Alexandre Taillar de Worms er mikill og merkilegur maður, hann geislar af orku, nýtur kvenhylli og er meira að segja utanríkisráðherra í menningarlandinu Frakklandi. Hann er alls staðar sýnilegur, fagurvaxinn og útitekinn með mikinn silfraðan makka. Hann sést jafnt í ræðustól hjá Sameinuðu þjóðunum í New York sem og í púðurtunnunni í Oubanga, þar sem hann tekur valdamenn á beinið og kallar til helstu andans jöfra til að koma á friði, róa unga ofstopa og búa í haginn fyrir allsherjarfriðarverðlaun Nóbels.

Ungur háskólastúdent, Arthur Vlaminck, sem er að semja doktorsritgerð, ræðst til starfa við utanríkisráðuneytið. Hans helsta hlutverk er að semja ræður fyrir ráðherrann. Hann þarf að takast á við kenjar ráðherrans og alla hirðina í kringum stórmennið, finna sér sess á milli ráðuneytisstjórans og aðstoðarmannanna sem lifa og hrærast í ráðuneytinu, þar sem streita, metnaður og hnífstungur í bakið eru daglegt brauð.

 

Föstudagurinn 22. janúar

18:00 – Út og suður / Babysitting 2 (2015, 93 mín, íslenskur texti)

 

Gamanmyndin Út og suður er eftir þá Philippe Lacheau og Nicolas Benamou og leikur sá fyrrnefndi jafnframt eitt aðalhlutverkið, Frank. Þetta er ærslafull og sprenghlægileg mynd þar sem franskur húmor nýtur sín til fulls.

Sonia og Frank eru par og Soniu finnst tími til kominn að sinn tilvonandi hitti loksins föður hennar, Jean-Pierre sem rekur umhverfisvænt hótel í Brasilíu. Þetta verður til þess að tveir bestu vinir Franks ákveða að nota tækifærið, slá nokkrar flugur í einu höggi og skella sér með í draumafríið.

Einn morguninn ákveða strákarnir í hópnum að fara í dálítinn könnunarleiðangur inn í Amazon-frumskóginn og að beiðni Jeans-Pierre taka þeir móður hans með, skassið Yolöndu sem getur engan veginn talist hvers manns huglúfi. Ekki vill betur til en svo að þau hverfa öll sporlaust, eða svo gott sem, því þegar Sonia og faðir hennar fara að leita að þeim daginn eftir finna þau litla upptökuvél sem strákarnir höfðu haft meðferðis og á efnið á henni eftir að leiða í ljós hvað það var sem olli hvarfi þeirra – og skassins – eða þannig.

 

Laugardagurinn 23. janúar

18:00 – Quai d‘Orsay / Ráðherrann (2013, 113 mín, enskur texti)

18:00 – Les Souvenirs / Minningar 

 

Sunnudagurinn 24. janúar

15:50 – Hyppocrate (sjá lýsingu hér að ofan)

18:00- Quai d‘Orsay / Ráðherrann (sjá lýsingu hér að ofan

Mætið, horfið og njótið!

Norrænir Kvikmyndadagar á Akureyri

Kvikmyndaklúbburinn KvikYndi og Norræna Upplýsingaskrifstofan kynna Norræna Kvikmyndadaga á Akureyri dagana 15.-20. október. Sýningar fara fram í Sambíói Akureyri og verða myndirnar allar sýndar með enskum texta. Aðgangur er ókeypis.

Dagskrá Norrænu Kvikmyndadaga má finna í heild sinni hér að neðan:

Fimmtudagurinn 15. október

18:00 – Återträffen/The Reunion (Svíþjóð, 2013, 89 mín)

Húsið opnar kl. 17.30 – léttar veitingar í boði…

Hvað gerist þegar óvænt er spurt eftir sannleikanum? Önnu Odell er ekki boðið á endurfund hjá gömlu bekkjarfélögunum. Hún gerir hins vegar kvikmynd um hvað gæti hafa gerst hefði hún farið, síðar sýnir hún gömlu bekkjarfélögum myndina og tekur upp viðbrögð þeirra.
Leikstjóri: Anna Odell
Sænskt tal, enskur texti

 

Föstudagurinn 16. október

18:00 – Eskimo Diva (Grænland, 2015, 62 mín)

Nuka er ung dragdrottning frá Nuuk hann og vinur hans fara í ferðalag um Grænland með sýningu. Með sýningunni vilja þeir koma með fjör í annars tilbreytingalítið líf fólks í smábæjum Grænlands. Að vera bæði Grænlendingur og samkynhneigður getur reynst erfitt, en Nuka notar kaldhæðinn húmor sinn til að takast á við lífið. Myndin var frumsýnd í Danmörku 10. september 2015.
Leikstjóri: Lene Staehr
Danskt tal, enskur texti

 

Laugardagurinn 17. október

18:00 – Jeg er din/I’m Yours (Noregur, 2013, 90 mín)

Mina er ung einstæð móðir búsett í Osló. Hún er norsk-pakistönsk og á vandasamt samband við fjölskyldu sína. Mina leitar stöðugt að ástinni og á í tygjum við mismunandi menn. Þegar Mina kynnist Jesper, sænskum kvikmyndaleikstjóra, kolfellur hún fyrir honum og verður yfir sig ástfangin.
Leikstjóri: Iram Haq
Norskt tal, enskur texti

 

Sunnudagurinn 18. október

18:00 – Ai Weiwei – The Fake Case (Danmörk, 2013, 86 mín)

Heimildarmynd sem fjallar um kínverska listamanninn og samfélagsgagnrýnandann Ai Weiwei sem berst gegn málsókn sem kínverska ríkisstjórnin hefur höfðað gegn honum til að þagga niður í honum.

Leikstjóri: Andreas Johnsen
Enskt/danskt tal, enskur texti

 

Mánudagurinn 19. október

08:30 – skólasýning

18:00 – Min Lilla Syster/My Skinny Sister (Svíþjóð, 2015, 95 mín)

Stella er ung stúlka sem lítur upp til eldri systur sinnar Kötju sem æfir listdans á skautum og fær meiri athygli inni á heimilinu. Katja þjáist af átröskun, en Stella þorir ekki að segja foreldrunum frá og liggur sú ábyrgð þungt á hennar herðum. Stella er auk þess áhrifagjörn og er hrifin af listdanskennara systur sinnar. Myndin sýnir á raunsæan hátt hvernig börn og unglingar takast á við erfiðleika af þessu tagi.
Leikstjóri: Sanna Lenken

Þriðjudagurinn 20. október

18:00 – Jeg hader ADHD – børn i en diagnosetid/Four Letters Apart – Children in the Age of ADHD (Danmörk, 2013, 87 mín)

Myndin er heimildarmynd sem fylgir eftir sex barna bekk í Lindevang skóla í Frederiksberg sem eru að takast á við ADHD, flogaveiki, árásargirni og félagsleg vandamál. Börnunum er fylgt eftir í skólanum og heima við í gegnum ferli sem ætlunin er að hjálpi þeim við að taka á vanda sínum.
Leikstjóri: Erlend E. Mo
Danskt tal, enskur texti

Þakkir fá:

Norræna Upplýsingaskrifstofan á Akureyri

Félagsdeild Norræna Félagsins á Akureyri

Sambíó Akureyri

Sendiráð Danmerkur á Íslandi

Sendiráð Noregs á Íslandi

Sendiráð Svíþjóðar á Íslandi

Space Rocket Nation

Norðurorka

Norlandair

Rafeyri

Brimborg/Volvo

Akureyrarstofa

N4

Pink Ribbons, Inc.

KvikYndi sýnir kanadísku heimilidarmyndina Pink Ribbons Inc. laugardaginn 10. október næstkomandi kl. 15. Myndin er byggð á samnefndri bók Samönthu King og fjallar um þróun árveknisátaks Bleiku slaufunnar í Norður-Ameríku.

Í myndinni er rætt við fræðimenn, konur sem greinst hafa með brjóstakrabba og talsmenn ýmissa fyrirtækja sem hafa á undanförnum árum lagt átakinu lið. Átakið er m.a. skoðað út frá sjónarhóli bleikþvotts (e. pinkwashing) og menningar sem virðist hafa orðið til í kringum sjúkdóminn (e. breast cancer culture).

Aðgangur ókeypis – myndin verður sýnd með ensku tali í Gallerý Bíó, Ráðhústorgi 7.

Puhdistus

 

KvikYndi í samstarfi við Senu stóð fyrir sýningu á myndinni Puhdistus laugardaginn 29. ágúst – sýningin var liður í dagskrá Akureyrarvöku. Myndin er byggð á skáldsögunni Hreinsun eftir finnska rithöfundinn Sofi Oksanen. Eins og segir á vef Græna Ljóssins fjallar myndin um frænkurnar Aliide og Zöru. Aliide hefur upplifað hrylling Stalínstímans og nauðungarflutninga Eistlendinga til Síberíu. Hún hefur mannslíf á samviskunni og er þjökuð af sektarkennd. Nótt eina árið 1992 finnur hún unga konu við hús sitt, þetta er Zara sem hefur sloppið úr klóm rússnesku mafíunnar þar sem hún var kynlífsþræll. Aliide kemst að því að Zara er skyld henni. Saman leggja þær í mikla háskaför á vit skelfilegrar fortíðar í Eistlandi Sovéttímans.

Puhdistus var framlag Finna til Óskarsverðlauna árið 2012 sem besta erlenda myndin.

Blind

KvikYndi í samstarfi við Bíó Paradís og Sambíóin Akureyri stendur fyrir sýningu á myndinni Blind fimmtudaginn 14. maí. Myndin segir frá rithöfundinum Ingrid sem hefur nýlega misst sjónina og lokar sig í kjölfarið af inná eigin heimili – þessari litlu veröld þar sem hún er ennþá við stjórnvölin, ein með eiginmanni sínum og hugsunum sínum. En stærstu vandamál Ingridar liggja í raun inná við, ekki handan veggja íbúðarinnar, og fyrr en varir þá tekur hennar dýpsti ótti og allar hennar niðurbældu fantasíur völdin og skáldskapurinn rennur saman við raunveruleikann.

Myndin er frumraun hins norska Eskil Vogt sem leikstjóra, sem hingað til hefur getið sér gott orð sem handritshöfundur. Hann er hvað þekktastur fyrir samstarf sitt við leikstjórann Joachim Trier, en saman unnu þeir að myndunum Reprise og Oslo, 31. august.

Blind hlaut handritaverðlaun á Sundance kvikmyndahátíðinni 2014 og var tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs, en laut þar í lægra haldi fyrir Hross í oss. 

Myndin verður sýnd með íslenskum texta kl. 18 fimmtudaginn 14. maí í Sambíóunum Akureyri.

Miðaverð: 1000 krónur

ATH Myndin er bönnuð innan 16 ára

Leviathan

KvikYndi í samstarfi við Bíó Paradís og Sambíóin Akureyri stendur fyrir sýningu á myndinni Leviathan fimmtudaginn 2. apríl. Myndin var framlag Rússlands til Óskarsverðlauna í ár. Sagan er byggð á hinum einstaklega óheppna Job úr Jobsbók Biblíunnar. Sá varð nokkurskonar miðdepill valdabaráttu guðs og djöfulsins og þurfti að þola ólýsanlegar raunir áður en yfir lauk. Slíkt hið sama á við um söguhetju Leviathan, sem þarf að takast á við spilltan borgarstjóra sem ásælist landið hans.

Myndin þykir takast á við spillingu og kúgun í Rússlandi með áleitnum hætti. Meðal annars má sjá myndir af Leonid Brezhnev, Mikhail Gorbachev og svo Vladimir Putin sjálfum tengdar við spillingu í þessari athyglisverðu sögu sem fékk meðal annars verðlaun fyrir besta handrit á Cannes hátíðinni. Sagan er byggð á hinum einstaklega óheppna Job úr Jobsbók Biblíunnar.

Myndin var fjármögnuð að hluta til af menningarmálaráðuneyti Rússlands, en framleiðandi myndarinnar sagði í viðtali við The Guardian að að væri ólíklegt að leikstjórinn myndi njóta slíks styrks aftur. Sérsaklega í ljósi umfjöllunarefnisins og hvernig leiksjórinn nálgast þetta eldfima efni í landi sem hefur ítrekað sakað um spillingu og skeytingarleysi þegar kemur að mannréttindum. Myndinni hefur verið vel tekið af áhorfendum, meðal annars sigraði hún á kvikmyndahátíðinni í London í lok september.

Myndin verður sýnd kl. 18 fimmtudaginn 2. apríl í Sambíóunum Akureyri
Miðaverð: 1000 krónur

Turist

KvikYndi í samstarfi við Bíó Paradís og Sambíóin Akureyri stendur fyrir sýningu á myndinni Turist fimmtudaginn 5. mars. Í myndinni ræðst sænski leikstjórinn, Ruben Östlund, á rótgróin gildi feðraveldisins. Sænsk fjölskylda fer í skíðaferð til frönsku Alpanna þar sem sólin skín. Þegar þau setjast dag einn niður til að snæða hádegisverð snýr snófljóð lífi þeirra á hvolf. Ebba kallar á eiginmann sinn, Tomas, í örvæntingu sinni, og reynir að verja börn þeirra sem einnig sitja við borðhaldið, frá yfirvofandi hættu. Tomas hleypur hinsvegar fyrir lífi sínu og skilur fjölskyldu sína eftir í örskamman tíma.

Snjófljóðið nær ekki að veitingastaðnum, en afleiðingarnar af atvikinu hafa djúpstæða merkingu fyrir samband Tomas og Ebbu. Tomas reynir eftir bestu getu að endurheimta stöðu sína innan fjölskyldunnar sem verndari hennar. Myndin er grátbrosleg kómedía um hlutverk karlmannsins í fjölskyldumynstri nútímans og ekki síst hversu rótgróin gildin geta verið.

Myndin verður sýnd kl. 18 fimmtudaginn 5. mars í Sambíóunum Akureyri
Miðaverð: 1000 krónur