Samstarf við Amnesty International

Nú hefur KvikYndið tekið upp samstarf við Amnesty International um sýningar á myndum sem varða mannréttindi.

Fyrsta sýning verður sunnudaginn 15. nóvember klukkan 16:00 í salnum á efstu hæð í Rósenborg (fyrrum Barnaskóla Akureyrar)

Myndin sem sýnd verður heitir The End of Poverty? og er frá árinu 2008.
Í myndinni er leitað skýringa á orsökum fátæktar í heiminum eins og hún blasir við okkur í dag.

Leikstjóri myndarinnar er Phillipe Diaz en leikarinn Martin Sheen er söguskýrandi. NóbelverðlaunahafarnirJoseph Stiglitz og Amartya Sen eru meðal þeirra sem fram koma í myndinni, ásamt fjölda annarra einstaklinga. John Perkins sem starfaði sem „efnahagslegur málaliði“ (Economic hitman) hjá stóru ráðgjafafyrirtæki í Bandaríkjunum og hélt fyrirlestur fyrir fullum sal á málþingi sem Háskóli Íslands stóð fyrir í apríl síðastliðnum, kemur einnig fram í myndinni. Þetta er margverðlaunuð mynd og hlaut meðal annars fyrstu verðlaun gagnrýnenda á Cannes kvikmyndahátíðinni árið 2008.

Hér er hægt að sjá sýnishorn úr myndinni á Youtube

Aðgangur er ókeypis eins og venjulega, allir velkomnir og frjálst er að taka með sér nesti, enda engin veitingasala á staðnum (örbylgjuofn er til staðar).

Leave a Reply