Sterkt kaffi

Börkur Gunnarsson leikstjóri myndarinnar Sterkt kaffi ætlar að halda sýningu á myndinni á efstu hæð í Rósenborg föstudaginn 18. desember klukkan 18:00

Börkur er einnig um þessar mundir að halda áheyrnarprufur fyrir sína næstu bíómynd og er hann að leita að fólki á aldrinum 18-25 ára. Þeir sem hafa áhuga setji sig í samband við Börk í síma 691-4419

Myndin er um sambönd ungra borgarbarna. Hvernig fjögur tékknesk ungmenni standast það álag að fara út í sveit þarsem ekki er sjónvarp, gemsar virka sjaldan og hvergi er hægt að fá gott kaffi. Maya og Renata eru æskuvinkonur sem hafa ekki sést í tíu ár en óvæntir fundir þeirra leiða til þess að þær ákveða að fara í ferð út á land og heimsækja gamla skólann sinn með kærustum sínum. Það er ferðalag til fortíðarinnar sem breytir framtíðinni. Mynd um tvö ástfangin pör og það litla og fallega í mannlífinu sem gerir það þess virði að lifa því. Myndin var gerð fyrir lítinn pening á mælikvarða bíómynda en naut óvæntrar velgengni og vann til alþjóðlegra verðlauna. Myndin fékk Menningarverðlaun DV sem besta íslenska mynd ársins.
**** DV Sterkt kaffi uppfyllir skemmtanakröfurnar með glans. Bravó Börkur, bravó. V.G.
*** Mbl Það sem einkennir Sterkt kaffi eru skemmtileg, hnyttin og oft afar fyndin samtöl. H.L.
Fréttablaðið – Börkur sýnir svo um munar að hann er einn af efnilegustu kvikmyndaleikstjórum sinnar kynslóðar. E.Á.
*** Kvikmyndir.com Börkur hefur komið sér á kortið með þessari mynd og mun án vafa draga að sér marga áhorfendur.
*** Rás 2 Ekki hægt annað en að mæla með þessari skemmtilegu mynd. Ó.H.T.
**** Kvikmyndir.is Menn ættu að sjá þessa prýðilegu litlu gamanmynd. K.J.

Leave a Reply