Frönsk kvikmyndahátíð á Akureyri

Alliance Française í Reykjavík, Sendiráð Frakklands, sendiráð Kanada og Græna ljósið kynna franska kvikmyndahátíð, sem verður haldin á Akureyri í fyrsta sinn dagana 6. til 10. febrúar í Borgarbíói.

Opnunarmynd frönsku kvikmyndahátíðarinnar kemur allri fjölskyldunni til að brosa, en það er gamanmyndin “Le Petit Nicolas” eða “Nikulás litli”, sem var langvinsælasta kvikmyndin í Frakklandi 2009, með yfir 5 milljónir áhorfenda. Myndin er byggð á samnefndri persónu sem Sempé og Goscinny, höfundar Astérix, bjuggu til.

Fjölbreytni er lykilorð frönsku kvikmyndahátíðarinnar, á dagskránni er gamanmynd (Nikulás litli), drama (Verndargripurinn, Morðkvendi), gamansöm glæpamynd (Góð lögga, vond lögga) og heimildamynd (Frumgráturinn).
Fjölbreytning er ekki síður landfræðileg, því franskar kvikmyndir einskorðast alls ekki við landamæri Frakklands: auk mynda frá Frakklandi er kanadísk mynd á hátíðinni og mynd eftir leikstjóra frá Túnis. Eitthvað fyrir alla!

Hátíðin mun einnig setja svip sinn á bæinn með ýmsum hætti. Veitingastaðurinn Strikið mun bjóða upp á franskan matseðil og franska ljósmyndasýningu. Amtsbókasafnið mun draga fram í sviðsljósið franskar bækur og bíómyndir.

ATH nemendur í VMA og MA fá 50% afslátt af miðaverði gegn framvísun skólaskírteinis

Hér er hlekkur á dagskrá hátíðarinnar http://ambafrance-is.org/france_islande/IMG/pdf_page_2_akureyri.pdf

Allar sýningar eru í Borgarbíói og hefjast klukkan 18:00. Hver mynd er aðeins sýnd einu sinni.

Leave a Reply