Skýrsla stjórnar á aðalfundi 8. apríl

logoUpprifjun frá lokum starfsársins apríl 2008 – apríl 2009:
Eftir tilraunastarfsemi með mannréttindaþema fyrstu þrjá mánuði ársins þar sem sýndar voru 11 heimildarmyndir sem fengnar voru frá franska sendiráðinu var ákveðið að taka upp léttara hjal. Sýndar voru þrjár myndir af léttara taginu í sjónvarpsherberginu í Ungmennahúsinu en aðsókn var undir væntingum og því var sýningum hætt um miðjan apríl.

Yfirlit yfir starfsárið apríl 2009 – apríl 2010:
Áætlar var að fá myndir frá RIFF kvikmyndahátíðinni til sýninga í október en þrátt fyrir margítrekaða tölvupósta frá formanni KvikYndis varð ekkert úr sýningum. Þetta skrifast alfarið á skipulagsleysi verkefnastjóra RIFF

Í nóvember voru sýndar í Rósenborg tvær myndir í samstarfi við Amnesty International en það var sama sagan með aðsókn og um vorið að hún var mjög dræm.

Í desember hafði Börkur Gunnarsson, leikstjóri, samband og ákveðið var að sýna mynd hans, Sterkt kaffi, þann 18. desember. Börkur hélt einnig áheyrendaprufur fyrir næstu kvikmynd sína. Sýningin var í Rósenborg og mættu 8 manns. Formaður KvikYndis og Börkur hengdu auglýsingar upp um allan bæ og einnig var Berki komið í samband við fjölmiðla svæðisins. Það má þó segja að hann hafi ekki fylgt því nógu vel eftir og sáralítil umfjöllun var um sýninguna. Það, ásamt því hversu óheppileg tímasetningin var með tilliti til þess að liðið var mjög nálægt jólum skýrir væntanlega dræma aðsókn að einhverju leyti.

Í byrjun febrúar 2010 var haldin Frönsk kvikmyndahátíð í Borgarbíó sem tókst gríðarlega vel. Tæplega 500 manns sóttu hátíðina en það voru Akureyrarstofa og menningardeild Franska sendiráðsins sem sáu um allan undirbúning. Frumkvæðið að hátíðinni kom þó frá formanni KvikYndis og átti hún tvo fundi með starfsmönnum sendiráðsins vegna þess. Mikil ánægja er meðal allra aðila sem að hátíðinni komu og ákveðið hefur verið að endurtaka leikinn 2011.

Starfið framundan:

Í lok febrúar fundaði stjórn KvikYndis með Jóa í Borgarbíó og mikil jákvæðni var fyrir samstarfi. Ákveðið var að stefna að því að halda þýska kvikmyndahátíð í haust í samstarfi við þýska sendiráðið og fleiri. Einnig var rætt um að halda 2-3 þemahelgar í sumar þar sem sýndar yrðu 2-3 myndir yfir eina helgi.

Fjalakötturinn, kvikmyndaklúbbur RIFF, hefur leitað eftir samstarfi um sýningar en til þess að gera það að veruleika þarf að sækja um fjárstyrki. Fjalakötturinn mun flytja inn myndir til sýninga í Reykjavík og ef á að senda þær hingað til sýninga verðum við að taka þátt í kostnaði við innflutninginn. Hugmyndir eru uppi um að sækja um styrki í samstarfi við aðra kvikmyndaklúbba á landsbyggðinni.

Leave a Reply