Aðalfundur 2011

Aðalfundur KvikYndis verður haldinn mánudagskvöldið 6. júní kl 19:00. Að aðalfundarstörfum loknum ætlum við að horfa saman á útgáfu leikstjórans (editors cut) af hinni sígildu mynd Cinema Paradiso.

Fundurinn verður haldinn í Kaupvangsstræti 23, inngangurinn snýr út að bílastæðinu efst í Listagilinu og verður vel merktur með merki klúbbsins.

Mikill hugur er í stjórnarfólki að efla starf klúbbsins og með það að markmiði leggur núverandi formaður fram nokkrar breytingatillögur við núgildandi lög klúbbsins. Sérstök athygli er vakin á breytingum á 6. grein. Núgildandi lög má skoða hér

3. gr. verði:
Félagar geta allir orðið. Aðild að félaginu geta einnig átt stofnanir, fyrirtæki og félög, svo fremi að tilgangur þeirra og starfsemi samræmist lögum þessum.

4. gr. verði:
Aðalfundur hvers árs tekur ákvörðun um hvort og hvernig félagsgjöld eru innheimt.

6. liður dagskrár í 5. gr. falli út

6. gr. verði:
Stjórn skipa allir þeir sem bjóða sig fram og samþykktir eru á aðalfundi með meirihluta atkvæða. Stjórn velur ávalt úr sínum hópi framkvæmdarstjórn sem skipuð er fjórum aðalmönnum auk formanns. Framkvæmdastjórn skiptir með sér verkum varaformanns, ritara, vefritara og gjaldkera.

Viðburðurinn á Facebook er á þessari slóð: http://www.facebook.com/event.php?eid=189697041082099

Allir félagar eru  velkomnir, við vonumst til að sjá sem flest,
Stjórnin

Leave a Reply