KvikYndisfundur annað kvöld, miðvikudaginn 17. ágúst kl. 19:30

Komiði sæl og blessuð öll.
Ég hefði nú haldið það, fundur á morgun, miðvikudaginn 17. ágúst kl. 19:30. Fundurinn verður haldinn í Kaupvangsstræti 23, inngangurinn snýr út að bílastæðinu efst í Listagilinu og verður vel merktur með merki klúbbsins.
Að þessu sinni valdi Sóley kvikmyndina Kristnihald undir jökli, leikstýrð af Guðnýju Halldórsdóttir, og byggð á sögu eftir föður hennar, Halldór Laxness.
Mætum hress í popp og sólberjasaft.
Sigurjón M.

Leave a Reply