Fyrsti fundur 2012

Fyrsti mánuður á nýju ári fer senn að enda og snjórinn getur ekki ákveðið hvort hann á að vera eða fara. Við erum alla vegana komin aftur. Næsti fundur KvikYndis verður á fimmtudaginn 2. febrúar kl. 19:30. Fundurinn verður í Kaupvangsstræti 23, efri hæð. Inngangurinn snýr út að bílastæðinu efst í Listagilinu og verður vel merktur með merki klúbbsins.
Því miður er aðgengið ekki mjög þægilegt fyrir þá sem eiga erfitt með gang, en allar hendur eru boðnar og búnar til stuðnings.

Félagar eru hvattir til að mæta á fundi, verið óhrædd að koma þó svo fundir séu í heimahúsi, þeir sem hafa mætt hafa ekki séð eftir því 🙂

Fólk er hvatt til að koma með sitt eigið nesti að þessu sinni, við eigum ennþá popp og djús, en restina verðið þið að koma með.

Að þessu sinni er það nýjasti meðlimur KvikYndis, Daníel Starrason sem valdi myndina “Man bites dog”, (C’est arrivé près de chez vous). Myndin er frá árinu 1992 og er um 95 mínútur að lengd.

Hér er nýjasta fréttabréf KvikYndis.

Sjáumst hress á fimmtudaginn.

Sigurjón Már

P.S. áhugasamir sem vilja koma með eitthvað inn í fréttabréfið,
fréttir eða fróðleik eða bara hvað sem er, eru endilega beðnir um að
senda e-mail á þetta mail, sissisvan@kvikyndi.is

Leave a Reply