Aðalfundur 2012

Nú fer að líða að aðalfundi klúbbsins en hann verður haldinn fimmtudaginn 31. maí kl. 17 á kaffihúsinu á Amtsbókasafninu.

Staðan er í stuttu máli þannig að framtíðin er björt, við höfum verið að gera tilraunir með samstarf við menningarfélagið Hof og Bíó Paradís sem hefur tekist alveg ágætlega og væri spennandi að halda áfram með
næsta vetur. Við njótum mikillar velvildar hjá bænum, sem hefur styrkt starfið þegar sótt hefur verið eftir því svo í rauninni er starfið í ágætri stöðu.

Nú er staðan þó þannig að hvorki núverandi formaður né varaformaður klúbbsins geta sinnt þeim störfum áfram svo það er mjög mikilvægt að félagar taki sig nú til og bjóði sig fram í störfin því það er ekkert sem gerist af sjálfu sér. Starfið er ekkert óskaplega tímafrekt og þeim mun auðveldara sem það eru fleiri hendur og hausar að vinna það
🙂 Formaðurinn er fluttur til útlanda og getur því ekki tekið virkan þátt í starfi klúbbsins lengur en varaformaðurinn mun bjóða sig fram til almennrar stjórnarsetu svo það er alls ekki þannig að öll þekking og reynsla hverfi úr stjórninni þótt nýtt fólk taki við.

Það er mikilvægt að fá fjölbreyttan hóp félaga til að taka að sér stjórnina því þannig verður fjölbreytileiki sýninganna mun meiri og starfið líflegra. Stjórnin hvetur því alla félaga sem vilja leggja sitt að mörkum til að halda starfi klúbbins lifandi að mæta á Amtskaffi og takast á við þau fjölbreyttu verkefni sem framundan geta verið í kvikmyndalífi bæjarins.

Leave a Reply