Ekkert RIFF á Akureyri

Ekkert varð úr því að RIFF hátíðin kæmi til Akureyrar eins og búið var að áætla að yrði um nýliðna helgi. Ástæðan er sú að þrátt fyrir að búið væri að undirbúa sýninguna og ákveða hvaða myndir yrðu sýndar var starfsfólk RIFF búið að senda nær allar myndir úr landi þegar til átti að taka og tók formaður KvikYndis þá ákvörðun að slá frekar hátíðina af heldur en að sýna aðeins brot þeirra mynda sem áformað hafði verið en greiða samt fyrir fullt gjald til RIFF.

En Akureyringar þurfa þó ekki að örvænta því dagana 7. -11. desember sláum við upp evrópskri kvikmyndahátíð í samstarfi við Bíó Paradís, Borgarbíó og Evrópustofu. Dagskráin verður kynnt mjög fljótlega en fólk getur farið að láta sig hlakka til fjölbreyttra kvikmyndasýninga á aðventunni.

Leave a Reply