Blow-Up í Samkomuhúsinu

Áfram höldum við með fundina okkar í Samkomuhúsinu. Að þessu sinni sýnum við myndina Blow-Up eftir Michelangelo Antonioni. Verður hún sýnd á mánudaginn 3. desember kl. 20

Blow-Up er mynd frá árinu 1966 eftir hinn margverðlaunaða ítalska leikstjóra Michelangelo Antonioni og er fyrsta myndin sem hann gerði á ensku.

Myndin fjallar um ljósmyndara sem telur sig hafa orðið vitni af morði og óafvitandi tekið myndir af verknaðinum.

Blow-Up hlaut aðalverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Cannes og BAFTA verðlaunin 1967 en var auk þess tilnefnd til Óskars- og fleiri verðlauna.

Aðgangur er ókeypis.

Hér er umfjöllun um myndina á internetinu.
http://www.imdb.com/title/tt0060176/

Hér er svo hægt að sjá trailer.
http://www.cinemagia.ro/trailer/blowup-impuscatura-1732/

Sýningin hefst kl. 20, ekkert hlé verður gert á myndinni en veitingar seldar fyrir sýningu sem og eftir sýningu áður en eftirspjall hefst í Borgarasalnum.

Leave a Reply