Christmas Carol – Jólasýning KvikYndis

Jamm og jæja, það eru ekki alltaf jólin, en nú styttist heldur í þau og komið að jólasýningu okkar í Samkomuhúsinu. Á mánudagskvöldið 17. desember kl. 20:00 ætlum við að sjá eina þekkstustu jólasögu allra tíma, Christmas Carol, og er byggð á sögu eftir Charles Dickens. Þessi útgáfa er frá árinu 1951.

Sagan segir frá hinum fégráðuga Ebenezer Scrooge og viðskiptum hans við drauga nokkura á jólanótt.

Þessi saga er talin af mörgum vera mikilvæg áminning um hinn sanna jólaanda og hefur heillað kynslóð eftir kynslóð í meira en 150 ár.

Hér er hægt að lesa sér til um myndina á imdb.com

Hér er svo hægt að sjá stiklu

Sjáumst í jólaskapi,
Stjórnin

Leave a Reply