Evrópskir kvikmyndadagar á Akureyri

Evrópskir kvikmyndadagar hefjast í Borgarbíói á föstudaginn, 7. desember, og standa fram til þriðjudagsins 11. desember.

Sýndar verða fimm kvikmyndir, ein á hverjum degi kl. 18:00 og aðgangur er ókeypis.

Kvikmyndadagarnir eru sjálfstætt framhald REFF – Evrópsku kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík sem er nýlokið og fræðast má um hér. En það eru vinsælustu myndirnar á þeirri hátíð sem við fáum sendar norður.

Við erum í samstarfi við Bíó Paradís, Evrópustofu, Borgarbíó og sendinefnd ESB á Íslandi.

Myndirnar eru allar nýjar, frá árunum 2011 og 2012, og veita innsýn í það besta sem boðið hefur verið upp á í evrópskum bíóum síðustu misserin en evrópskir kvikmyndagerðamenn eru jafnan taldir fremstir meðal jafningja þegar kemur að frábærum og áhugaverðum kvikmyndum.

Opnunarmynd kvikmyndadaganna á Akureyri er The Deep Blue Sea og verður hún sýnd kl. 18 föstudaginn 7. desember. Myndin er bresk, eftir leikstjórann Terence Davies og hefur hlotið frábærar viðtökur gagnrýnenda, meðal annars verið tilnefnd sem besta myndin á San Sebastián International Film Festival og London Film Festival.

Dagskrá Evrópskra kvikmyndadaga í Borgarbíói:

  • 7. des. kl. 18 – The Deep Blue Sea/ Hafið djúpa bláa (Bretland)
  • 8. des. kl. 18 – Les seigneurs/Gaurarnir (Frakkland)
  • 9. des. kl. 18 – Cesare deve morire/Sesar verður að deyja (Ítalía)
  • 10. des. kl. 18 – Une vie meilleure/Betra líf (Frakkland)
  • 11. des. kl. 18 – L’enfant d’en haut/Barn að ofan (Frakkland)

Hér má sjá nánari upplýsingar um myndirnar og stiklur úr þeim:

The Deep Blue Sea / Hafið djúpa bláa

Les Seigneurs / Gaurarnir

Cesare deve morire / Sesar verður að deyja

Une vie meilleure / Betra líf

L’enfant d’en haut / Barn að ofan

Athugið að allar sýningar hefjast kl. 18 og frítt er inn á allar myndir í boði Evrópustofu.

Leave a Reply