Aðalfundur 2013 – fundargerð

Aðalfundur KvikYndis haldinn 29. ágúst 2013 á Amtsbókasafninu á Akureyri
Fundarmenn: Sóley Björk Stefánsdóttir, Arnar Már Arngrímsson, Hannes Óli Ágústsson og Eva María Ingvadóttir
Ritari fundar: Evar María Ingvadóttir
Fundarstjóri: Sóley Björk Stefánsdóttir

Sóley flutti skýrslu stjórnar og skýrði frá starfinu sl. vetur og hugmyndum um verkefni vetrarins sem tengjast RIFF (Reykjavík International Film Festival), Evrópskum kvikmyndadögum, pólska samstarfsverkefninu The World from Dawn to Dusk.

Formaður var kjörinn Arnar Már Arngrímsson og aðrir stjórnarmenn Hannes Óli Ágústsson, varaformaður, Sóley Björk Stefánsdóttir, ritari og Eva María Ingvadóttir, gjaldkeri.

Ákveðið var að innheimta ekki félagsgjöld á komandi starfsári.

Rætt var um starfið vítt og breitt og stjórn skipti með sér verkefnum sem framundan eru varðandi RIFF, Evrópska kvikmyndadaga og pólska verkefnið. Rætt var um mögulega sýningarstaði, markhópa s.s. eldra fólk og að gott væri að fá inn í starfið einhvern með góða þekkingu á tæknimálum.

Leave a Reply