EFFI – Evrópska kvikmyndahátíðin frestast um viku

EFFI_BP_Header-180x180Eins og áður hefur verið sagt frá hér á vefnum er verið að undirbúa Evrópska kvikmyndahátíð á Akureyri í samstarfi við Nýja bíó (Sambíó Akureyri), Evrópustofu og Bíó Paradís. Upphaflega var áætlað að hátíðin færi fram 3.-6. október en nú er orðið ljóst að það verður helgina 10.-13. október.

Tímasetningar verða kynntar betur þegar nær dregur en nú þegar er staðfest að ókeypis verður inn á sýningarnar. Þessar fjórar myndir verða sýndar á hátíðinni:

Miele (Hunang) (Ítalía/Frakkland – 2013)
Oh Boy (Þýskaland – 2012)
Child’s Pose (Kvöl) (Rúmenía – 2013)

Leave a Reply