Spennandi vetur framundan

Nú er vetrarstarfið að hefjast hjá KvikYndi og nýskipuð stjórn með margt á prjónunum. Fyrsta stóra verkefnið er Evrópsk kvikmyndahátíð (EFFI) sem hefst fimmtudaginn 3. október í Sambíóinu á Akureyri. Það eru fjórar kvikmyndir sem verða sýndar á tímabilinu 3.-6 október – tímasetningar verða kynntar betur þegar nær dregur en nú þegar er staðfest að ókeypis verður inn á sýningarnar. Hér neðst eru upplýsingar um myndirnar.

Núna um helgina, 28. og 29. september stendur Alþjóðastofa fyrir teiknimyndasýningum í Rósenborg þar sem rifjaðir verða upp gamlir taktar á borð við Klaufabárðana sem margir muna eftir, en einnig ferða fleiri pólskar og tékkneskar teiknimyndir sýndar. Sýningar hefjast kl. 16:00 báða dagana og standa í 45 mínútur. Aðgangur er ókeypis. Sýningarnar eru samstarfsverkefni Alþjóðastofu, KvikYndis, Ungmenna-Hússins, Akureyrarstofu og Félags Pólverja á Akureyri.

Eftirfarandi eru myndirnar fjórar sem við sýnum á EFFI hátíðinni. Smellið á nafn myndarinnar til að fá meiri upplýsingar og horfa á stiklur. Allar myndirnar eru með enskum texta.


Miele (Hunang) (Ítalía/Frakkland – 2013)

Oh Boy (Þýskaland – 2012)

Child’s Pose (Kvöl) (Rúmenía – 2013)

Leave a Reply