Archive for October 2013

Evrópskir dagar hálfnaðir

Nú eru Evrópsku kvikmyndadagarnir hálfnaðir, tvær myndir búnar og tvær myndir eftir. Hátíðin hefur verið gríðarlega vel sótt og salurinn troðfullur á báðum sýningunum. Í dag, laugardag, er það fransk-ítalska myndin Miele sem verður sýnd. Þessi mynd var frumsýnd í maí 2013 en hefur nú þegar unnið til fjölmargra verðlauna. Aðgangur er ókeypis og sýningin hefst kl. […]

Texti á myndunum

Eitthvað voru upplýsingar á reiki um hvaða myndir væru með íslenskum og hvaða myndir með enskum texta en nú er það alveg komið á hreint. Opnunarmyndin og myndin á laugardagskvöldið (Miele) eru með enskum texta en myndirnar á föstudag (Oh boy) og sunnudag (Childs pain) eru með íslenskum texta. Dagskrá Evrópskra kvikmyndadaga: Fimmtudagur 24. okt. kl. […]

Evrópskir kvikmyndadagar í annað sinn á Akureyri – frítt í bíó

Evrópskir kvikmyndadagar verða nú haldnir í annað sinn á Akureyri og hefjast 24. október. Það er kvikmyndaklúbburinn KvikYndi sem stendur fyrir hátíðinni í samstarfi við Evrópustofu, Sambíó Akureyri og Bíó Paradís. Tvær myndanna eru með enskum texta en tvær með íslenskum texta. Ókeypis aðgangur á sýningarnar á meðan húsrúm leyfir en hver mynd er aðeins […]

Evrópsk kvikmyndahátíð hefst 24. október

Það hefur gengið hálf brösuglega að fastsetja dagsetningar fyrir Evrópska kvikmyndahátíð og hefur aftur orðið frestun frá áður auglýstri dagsetningu en nú hefur verið fastákveðið að hún hefjist þann 24. október! Hátíðin fer fram í Sambíóinu sem er okkar samstarfsaðili í vetur og kunnum við góðar þakkir fyrir það.   Nákvæmari dag- og tímasetningar verða […]