Evrópskir dagar hálfnaðir

MieleNú eru Evrópsku kvikmyndadagarnir hálfnaðir, tvær myndir búnar og tvær myndir eftir. Hátíðin hefur verið gríðarlega vel sótt og salurinn troðfullur á báðum sýningunum.

Í dag, laugardag, er það fransk-ítalska myndin Miele sem verður sýnd. Þessi mynd var frumsýnd í maí 2013 en hefur nú þegar unnið til fjölmargra verðlauna.

Aðgangur er ókeypis og sýningin hefst kl. 18 í Sambíó. Myndin er sýnd með enskum texta.

Dagskrá Evrópskra kvikmyndadaga laugardag og sunnudag:

Laugardagur 26. okt. kl. 18:00
Hunang (Miele) (Frakkland / Ítalía 2013)
100 MÍN – ENSKUR TEXTI
LEIKSTJÓRI: Valeria Golino.
AÐALHLUTVERK: Jasmine Trinca, Carlo Cecchi, Libero De Rienzo.

Irene býr ein og lifir heldur einangruðu lífi. Hún vinnur við aðhlynningu dauðvona fólks og aðstoðar það m.a. með lyfjagjöfum. Dag einn þá gefur hún sjúklinginum Grimaldi sem er nýlagstur inn of stóran lyfjaskammt til þess eins að sannreyna það að að hann sé í raun og veru langt frá því að vera veikur. Samband Irene og Grimaldi er þrungið spennu og þróast á þann veg að líf hennar verður aldrei samt. Myndin hlaut verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2013. Hún er einnig tilnefnd til Lux verðlaunanna árið 2013.

Sunnudagur 27. okt. kl. 18:00
Kvöl (Child‘s Pose) (Rúmenía 2012)
112 MÍN – ÍSLENSKUR TEXTI
LEIKSTJÓRI: Călin Peter Netzer.
AÐALHLUTVERK: Luminita Gheorghiu, Bogdan Dumitrache, Natasa Raab.

Kvöl er rúmensk kvikmynd eftir leikstjórann Călin Peter Netzer. Myndin segir sögu Corneliu, stjórnsamrar móður sem sér sér leik á borði til að ná stjórn á fullorðnum syni sínum eftir að hann er ákærður fyrir manndráp. Myndin var frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín þar sem hún hlaut hin virtu Golden Bear verðlaun árið 2013.

Leave a Reply