Heimildarmyndir sýndar í Ketilhúsi

263336033_295x166Um helgina sýnir KvikYndi tvær myndir sem fjalla með beinum og óbeinum hætti um átök Ísrael og Palestínu. Myndirnar eru báðar mjög áhugaverðar áhorfs og upplýsandi um líf almennings í þeim átökum sem fram fara á svæðinu.

Aðgangur er ókeypis á báðar sýningarnar og fara þær fram í Ketilhúsinu
Mikil þróun hefur orðið í heimildarmyndagerð síðasta áratuginn og meiri áhersla er nú lögð á að myndir séu skemmtilegar áhorfs ekki síður en upplýsandi og má segja að myndir helgarinnar beri þess merki.
Fyrri myndin verður sýnd á laugardag kl. 17:15. Það er myndin The Taste of Freedom eftir ungan belgískan kvikmyndagerðarmann, Jan Beddegenoodts. Hann varði átta mánuðum á Vesturbakkanum og fjallar í myndinni um viðhorf ungs fólks, Palestínumanna og Ísraela til frelsis. Hann fylgist með mótmælum Palestínumegin og reif partý Ísraelsmegin.
Sjá meiri upplýsingar og stiklu úr myndinni hér: https://www.youtube.com/watch?v=RTCuMhGIBC0
Síðari myndin, verður sýnd á sunnudag kl. 17:15. Það er heimildarmyndin Defamation frá 2009 eftir ísraelska kvikmyndagerðarmanninn Yoav Shamir. Hann rannsakar upplifun Ísraela á gyðingahatri, stofnunum sem takast á við slíkt í Bandaríkjunum og fylgir m.a. ísraelskum unglinum í skólaferð til Auschwitz. Meiri upplýsingar og stiklu úr myndinni má sjá hér: http://www.imdb.com/title/tt1377278/?ref_=fn_al_tt_1

Leave a Reply