Of good report

ogrÍ tilefni af 16 daga átaki gegn ofbeldi stendur Kvikmyndaklúbbur Akureyrar, KvikYndi, fyrir sýningu á suður-afrísku myndinni Of Good Report (2013) í Sambíóunum kl. 18, fimmtudaginn 4. desember. Myndin hefur vakið mikla athygli og umtal og var hún valin besta myndin á Africa International Film Festival í nóvember 2013 og South African Film and Television Awards í apríl 2014.

Í þessari mynd setur leikstjórinn, Jahmil X.T. Qubeka, rótgróna ofbeldismenningu Suður-Afríku undir smásjána í sögu af hæglátum kennara sem hefur ólöglegt ástarsamband við nemanda sinn með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Aðgangseyrir 1000 kr., aðeins þessa eina sýning.

Leave a Reply