Barn að ofan

L’enfant d’en haut / Barn að ofan / Sister
Frakkland, 2012. Leikstjóri: Ursula Meier. 97 mín.

Myndin gerist á svissnesku skíðasvæði og fjallar um strák sem styður við bakið á systur sinni með því að ræna frá efnuðum gestum skíðasvæðisins. Barn að ofan er önnur mynd Ursulu Meier í fullri lengd. Fyrri mynd Meier, Home, hlaut afbragðs viðtökur og vann til fjölmargra verðlauna á hinum ýmsu kvikmyndahátíðum og Barn að ofan er á góðri leið með að bæta árangur hennar.