Betra líf

Une vie meilleure / Betra líf / A Better Life
Frakkland, 2011. Leikstjóri: Cédric Kahn.110 mín.

Yann og Nadia verða ástfangin. Þau gera upp gamla byggingu í París og breyta henna í veitingastað. En hlutirnir fara ekki eins og þau héldu, hár fjármagnskosntaður gerir reksturinn erfiðan og Nadia þarf að taka að sér tímabundna vinnu í Montéal í Kanada til þess að afla aukinna tekna. Hún neyðist til að skilja son sinn, Slimane, eftir hjá Yann. Hlutirnir versna hins vegar til muna þegar Nadia hverfur sporlaust. Leikstjórinn Cédric Kahn var tilnefndur til verðlauna á Kvikmyndahátíðinni í Tokyo og annar aðalleikaranna, Guillaume Canet hlaut verðlaun sem besti leikarinn á Kvikmyndahátíðinni í Róm.