Archive for the ‘Fundir’ Category

Aðalfundur 2013 – fundargerð

Aðalfundur KvikYndis haldinn 29. ágúst 2013 á Amtsbókasafninu á Akureyri Fundarmenn: Sóley Björk Stefánsdóttir, Arnar Már Arngrímsson, Hannes Óli Ágústsson og Eva María Ingvadóttir Ritari fundar: Evar María Ingvadóttir Fundarstjóri: Sóley Björk Stefánsdóttir Sóley flutti skýrslu stjórnar og skýrði frá starfinu sl. vetur og hugmyndum um verkefni vetrarins sem tengjast RIFF (Reykjavík International Film Festival), […]

Aðalfundur 2013

Aðalfundur KvikYndi – Kvikmyndaklúbbs Akureyrar verður haldinn fimmtudaginn 29. ágúst kl. 17:00 í kaffiteríu Amtsbókasafnsins. Á fundinum verður kosið í stjórn félagsins og vetrarstarfið skipulagt. Gaman væri að sjá sem flesta – starfsemin vex með hverju árinu og því fleiri sem koma að því að móta starfið því fjölbreyttara verður það!

Blow-Up í Samkomuhúsinu

Áfram höldum við með fundina okkar í Samkomuhúsinu. Að þessu sinni sýnum við myndina Blow-Up eftir Michelangelo Antonioni. Verður hún sýnd á mánudaginn 3. desember kl. 20 Blow-Up er mynd frá árinu 1966 eftir hinn margverðlaunaða ítalska leikstjóra Michelangelo Antonioni og er fyrsta myndin sem hann gerði á ensku. Myndin fjallar um ljósmyndara sem telur […]

Le Havre í Samkomuhúsinu á mánudagskvöld

Þá er komið að annarri klúbbsýningu KvikYndis þetta haustið en það er myndin Le Havre eftir Aki Kaurismäki sem verður sýnd nú á mánudaginn, 5. nóvember kl. 20 í Samkomuhúsinu. Myndin sem var sýnd á síðustu sýningu, The Man Without a Past eftir Kaurismäki, vakti mikla lukku og áhugi vaknaði á að sjá þessa nýjustu […]

Nú byrjar ballið

Nú eru þau gleðitíðindi staðfest og skrifuð í stein að KvikYndið fær að halda félagasýningar í Samkomuhúsinu (Leikhúsinu) tvisvar í mánuði í vetur. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir Fyrsta sýningin verður nú á mánudaginn, 22. október kl. 20:00 og það er myndin The Man Without a Past eftir finnska leikstjórann Aki Kaurismäki en […]

Fundargerð Aðalfundar 2012

Aðalfundur KvikYndis – kvikmyndaklúbbs Akureyrar haldinn á Amts-kaffi 31. maí 2012 Skýrsla formanns fyrir starfsárið 2011-2012: Kæru félagar. Síðasta starfsár hjá okkur í KvikYndi var nokkuð öflugt, fundir voru vikulega til að byrja með, en þeim fækkaði svo í aðra hverja viku. Félagar skiptust á að velja mynd til að sýna og vakti það mikla […]

Skýrsla stjórnar á aðalfundi 8. apríl

Upprifjun frá lokum starfsársins apríl 2008 – apríl 2009: Eftir tilraunastarfsemi með mannréttindaþema fyrstu þrjá mánuði ársins þar sem sýndar voru 11 heimildarmyndir sem fengnar voru frá franska sendiráðinu var ákveðið að taka upp léttara hjal. Sýndar voru þrjár myndir af léttara taginu í sjónvarpsherberginu í Ungmennahúsinu en aðsókn var undir væntingum og því var […]

Aðalfundur KvikYndis

Aðalfundur KvikYndis – Kvikmyndaklúbbs Akureyrar verður haldinn fimmtudagskvöldið 8. apríl kl. 20:00. Fundarstaður er á fjórðu hæð í Rósenborg. Dagskrá fundarins: 1) Kosning ritara fundarins 2) Skýrsla stjórnar 3) Reikningar félagsins 4) Kjör formanns til eins árs 5) Kjör tveggja stjórnarmanna til tveggja ára 6) Önnur mál Við hvetjum alla sem hafa áhuga á þátttöku í starfi […]

Opinn félagafundur

Þriðjudaginn 17. mars verður opinn félagafundur í beinu framhaldi af vikulegri sýningu í Rósenborg.  Reiknað er með að fundurinn hefjist klukkan 21.  Stjórnin hvetur alla þá sem hafa áhuga á starfsemi klúbbsins til að mæta og ræða það sem framundan er í starfi klúbbsins. Allar hugmyndir að sýningum eru vel þegnar.