Gaurarnir

Les seigneurs / Gaurarnir / The Lords
Frakkland, 2012. Leikstjóri: Olivier Dahan. 97 mín.

Fyrrum fótboltastjarna hefur glatað öllu sökum ólifnaðar. Hann neyðist til að flytja til lítils fiskipláss á norðurströnd Frakklands og tekur að sér að þjálfa fótboltaliðið á staðnum. Eina verksmiðjan í þorpinu og vinnuveitandi flestra íbúanna er komin í greiðslustöðvun, en vinni fótboltaliðið nokkra leiki verður hægt að safna nægu fé til að bjarga verksmiðjunni. Hin fallna stjarna ákveður að leita til nokkurra gamalla félaga sinna til að hjálpa þorpsbúum. Þessi eldfjöruga gamanmynd hefur slegið hressilega í gegn í Frakklandi að undanförnu og einn af leikurum myndarinnar er Omar Sy sem sló svo eftirminnilega í gegn í Untouchables.