Sesar verður að deyja

Cesare deve morire / Sesar verður að deyja / Caesar Must Die
Ítalía, 2012. Leikstjórar: Paolo Taviani og Vittorio Taviani. 76 mín.

Fangar í hámarksöryggisgæslufangelsi í Róm æfa sig fyrir uppsetningu á leikritinu Júlíus Sesar eftir Shakespeare. Cesare deve morire hlaut verðlaun sem besta myndin (Gullbjörninn) á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín fyrr á þessu ári og hefur hlotið mikið og almennt lof bæði gagnrýnenda og áhorfenda. Framlag Ítala til Óskarsverðlaunanna í ár.