Sýningar á næstunni

Þriðjudaginn 5. maí ætlum við að kíkja á mjög sérstakan bæ í Lettlandi

Myndin heitir Seda : people of the Marsh og fjallar um bæ í Lettlandi sem hefur staðnað Sovét tímanum. Bærinn var byggður 1952 og þangað flutti fólk allsstaðar að frá Sovétríkjunum til að vinna en þrátt fyrir upplausn Sovétríkjanna og nútímavæðingu Lettlands hefur lítið sem ekkert breyst í þessum bæ. Myndin er gerð árið 2004 en það var einmitt árið sem Lettland gekk í Evrópusambandið en það vildu íbúar Seda ekki en vildu frekar fá að stofna sitt eigið ríki “Mýrarlandið”. 
Myndin er 52 mínútur að lengd og sýningin hefst að vanda klukkan 19:30 og verður á efstu hæð í Rósenborg.